Dr. Kathryn J Swoboda hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu

Þekktur taugalæknir og genafræðingur Kathryn J Swoboda hleypur fyrir Sunnu Valdísi og AHC samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið.


Kathryn hefur síðustu 20 ár verið einn helsti sérfræðingur um AHC og SMA og er einnig með rannsóknarstofu í Cambridge, MA þar sem hún vinnur að því að finna meðferðir við SMA og AHC.
Kathryn verður hér á landi í nokkra daga en gefur sér tíma til þess að skoða eina AHC sjúklinginn á Íslandi, Sunnu Valdísi Sigurðardóttir og einnig ætlar hún sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt syni sínum og frænda.

Þegar Sunna Valdís lenti inn á spítala árið 2008 með óstöðvandi AHC köst þá var það ráðleggingar frá Dr. Swoboda sem björguðu lífi Sunnu Valdísar.

Sunna var búin að vera í hrikalegum köstum í 11 daga og gat ekki lengur borðað, gengið, var með ósjálfráðar hreyfingar og læknarnir á Íslandi höfðu engin ráð. Sunna var að fá yfir 50 köst á dag og hrakaði stöðugt.

Faðir Sunnu, Sigurður Hólmar fékk gsm símanúmer hjá Dr. Swoboda gegnum Bandarísku AHC samtökin.

Dr. Swoboda svaraði símanum þrátt fyrir að vera í sumarfríi og leiðbeindi svo íslensku taugalæknunum hvernig væri best að taka næstu skref. Sunna var svæfð og haldið sofandi í 4 daga. Þegar hún var vakin þá hélt hún áfram að fá köstin en svo fækkaði þeim og að lokum stoppuðu þau eftir nokkra daga. Sunna þurfi að vera í stífri enduhæfingu í 3 mánuði á eftir til þess að læra að, borða, ganga og hreyfa sig eðlilega aftur.

Það er nokkuð ljóst að án ráðlegginga Dr. Swoboda þá hefði Sunna Valdís ekki lifað þetta af….

Allar götur síðan hefur Dr Swoboda ráðlagt með umönnun Sunnu Valdísar.

Hérna er hægt að heita á Dr. Kathryn

http://www.massgeneral.org/children/doctors/doctor.aspx?id=19696#

http://www.scmp.com/news/hong-kong/health-environment/article/2003739/drug-trial-brings-new-hope-sufferers-rare-genetic

Cure SMA’s 2015 Researcher Meeting: New Born Screening

https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/229/ahc-samtokin