ATP1A3 Málþing í Reykjavik

Nú er búið að opna vefsíðuna fyrir ATP1A3 málþingið í Reykjavik sem haldið er á Grand Hotel 3-4 október 2019.

Stökkbreyting í ATP1A3 er geninu veldur Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) en einnig þessum sjúkdómum:  Rapid Onset Parkinsonism (RPD), Epileptic Encephalopathies (EE), and Cerebellar ataxia, areflexia, pes cavus, optic atrophy, og sensorineural hearing loss (CAPOS)

Við eigum von á mjög mörgu erlendu framsögufólki og fáum vonandi líka nokkra Íslendinga sem hafa eitthvað fróðlegt fram að færa er hefur að gera með genafræðina eða almenna meðferð á sjúkdómunum.

Staðfest er að Guðni Th. Jóhannesson Forseti setji þingið og Kári Stefánsson mun vera með framsögu.

Þetta er stór viðburður á Íslandi því það er ekki oft sem svo margir alþjóðlegir rannsakendur og sérfræðingar koma saman.  Einnig er fyrirfram vitað að það verður hægt að upplýsa um margar nýjar rannsóknir sem annað hvort eru byrjaðar eða eru að byrja.

Hérna er vefsíðan http://conferences.au.dk/atp1a3symposium2019/ 

Skráning mun byrja í janúar en margir hafa þegar forskráð sig þar sem spenningur er mikill fyrir þessu þingi