Jólakortasala AHC samtakana til styrktar Sunnu Valdísi er byrjuð

Screen Shot 2013-10-29 at 20.38.56

TIL AÐ PANTA SENDIÐ PÓST Á ahc@ahc.is eða finnið okkur á FACEBOOK OG SENDIÐ OKKUR LÍNU ÞAR.

Jólakortin eru gjöf frá Þórdísi Elínu Jóelsdóttur, listakonu, en hún hefur gefið AHC samtökunum kort síðustu 5 ár og erum við henni óendanlega þakklát fyrir stuðninginn.

Kortasalan er tileinkuð rannsóknarsjóði Sunnu Valdísar.
Í ár heitir myndin GLEÐIGJAFAR og er hún einstaklega falleg.

Auk þess að nota kortin sem jólakort er auðvitað hægt að nota þau í öðrum tilgangi þar sem engin texti er  inni í þeim.

 

Við erum einnig að selja merkimiða með sömu mynd.
Kortin eru 10 x 15cm
Verðin eru:  1.500kr fyrir 10 kort og 500kr fyrir merkimiða.
Þess má geta að þetta er sama verð og við höfum verið með síðustu 5 ár.

 

DSC_0073

Ómetanlegur stuðningur

Stuðningurinn sem AHC samtökin fengu í Reykjavíkurmaraþoninu var ómetanlegur og langt umfram okkar björtustu vonum.
Við vorum með 23 frábæra hlaupara sem hægt er að sjá hér:

http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/nanar/4872/ahc-samtokin-a-islandi–ahc-association-of-iceland

Okkur langar að þakka hlaupurunum okkar og öllum sem hétu á þá innilega fyrir stuðninginn.

Hérna er nokkrar myndir frá hlaupinu:

10km hlauparar ásamt stuðningsliði, Fríða þjálfari (lengst til vinstri) átti að eiga þennan dag, Sara (fyrir miðju)keppti í Latabæjarhlaupi og Þórdís (næstlengst til hægri) hélt uppá 62 ára afmælið sitt þennan dag.

Í alla staði frábær dagur

þeir sem hlupu 10km

Gunnar, Bjarni og Sigurður

Ragnheiður, Viktor Snær, Sunna Valdís og Sigurður

Ævar og BarbaraÆvar og Barbara

Flottar stelpur

10km hlauparar