Sunnuþon haldið í annað sinn

Sunnuþon var haldið annað árið í röð þar sem Reykjavíkurmaraþonið féll niður sökum covid.
Atburðurinn var vel sóttur af velunnurum AHC samtakanna og Sunnu Valdísar sem er eini einstaklingurinn á Íslandi sem greind er með AHC (Alternating Hemiplegia of Childhood)
AHC samtökin styðja við grunnrannsóknir á AHC sem er flóknasti taugasjúkdómur sem vitað er um enda geta einstaklingar með AHC haft öll einkenni allra annara taugasjúkdóma.
AHC samtökin hafa framleitt einu heimildarmyndina um sjúkdóminn og hægt er að horfa á hana á www.humantimebombs.com
Heimildarmyndin hefur unnið til margra alþjóðlegra verðlauna og vegna hennar hefur verið hægt að safna meira fjármagni til rannsókna á þessum flókna sjúkdómi sem herjar á 1 af hverri milljón.

Fjallað var um Sunnuþon í fréttum Stöðvar 2


Sunnuþon er atburður þar sem farið er 4.2km frá Lauganeskirkju inn í Laugardalinn og til baka.
Þáttakendur í ár voru hlaupandi, gangandi, á hlaupahjólum, í hjólastólum, á hjólastólahjólum og í barnakerrum þannig að þetta var mjög fjölbreyttur hópur sem studdi Sunnu Valdísi og AHC samtökin í ár og ekki ólíklegt að þetta verði árlegur atburður héðan í frá…
Hægt er að styðja við Sunnu Valdísi á Hlaupastyrk
https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar/1875-sunna-valdis-sigurdardottir