Sunnuþon haldið 21. ágúst

Garðabær 20.08.21page1image1027712896

Fréttatilkynning

Þó svo að maraþoninu hafi verið aflýst þá munu AHC samtökin halda það sem við köllum Sunnuþon en það er 4.2km leið sem fólk getur gengið, hlaupið eða hjólað frá Lauganeskirkju inn í Laugardalinn og til baka.
AHC samtökin eru að safna fyrir grunnrannsóknum á AHC sjúkdómnum en best er að læra um sjúkdóminn með því að horfa á verðlauna heimildarmyndina Human Timebombs sem AHC samtökin framleiddu en Ágústa Fanney kvikmyndakona galdraði fram.

Okkar maraþon heitir Sunnuþon því eini einstaklingurinn á Íslandi með AHC heitir Sunna Valdís Sigurðardóttir og verður hún auðvitað fremst í flokki í Sunnuþoni en maraþonið sem skemmtilegasti dagur ársins fyrir henni.
Sunna Valdís er 15 ára gömul og þjáist á hverjum degi með krampaköstum og lömunarköstum auk þess að vera þroskaskert og með öll einkenni allra annarra taugasjúkdóma. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika er erfitt að finna jákvæðari og yndislegri manneskju í þessum heimi.

Hægt er að heita á hlaupara AHC samtakanna hérna https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar?charityId=402&sort=new

Hérna er svo hlekkur á hlaupið https://fb.me/e/1O6oCbvhY

kveðja
Sigurður H Jóhannesson Formaður
AHC samtökin
Sími 8989097