AHC samtökin styðja við IAHCRC-CLOUD Platform

IAHCRC-CLOUD er miðlægur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar og deilir upplýsingum er varða rannsóknir á Alternating Hemiplegia of Childhood og hefur heimilisfesti í Palermo, Ítalíu. 

Það er IAHCRC International Consortium sem heldur utan um gagnagrunninn en AHC samtökin á Íslandi munu einnig styðja beint við önnur rannsóknarverkefni á vegum IAHCRC á næstu mánuðum. 

Í þetta skiptið lögðum við 5.000 Evrur í verkefnið og höfum lofað öðrum 5.000 Evrum í byrjun árs 2021 

Við viljum þakka öllum velunnurum AHC Samtakanna fyrir stuðninginn en án ykkar þá gætum við ekki stutt við verkefni sem færa okkur nær lækningu á þessum flóknasta taugasjúkdómi heims. 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla með von um að við getum knúsað ykkur öll árið 2021