Höfðinglegur styrkur Brekkuholts ehf í nafni Úlfhildar Haraldsdóttur

Brekkuhold ehf styrkti AHC samtökin um 1.000.000 kr í nafni
Úlfhildar Haraldsdóttur (2018-2018) til minningar um Sigurð í Brekkuholti (1890-1965) sem var langafi Sunnu Valdísar sem er sú eina sem greind er með AHC á Íslandi.

Sigurður Sigurðsson var líklega þekktastur fyrir að vera fyrsti fánaberi íslenskar alþýðu í fyrstu kröfugöngu verkalýsins þann 1. maí 1923

AHC samtökin þakka innilega fyrir styrkinn sem mun fara í rannsóknir á Alternating Hemiplegia of Childhood eða til kynningar á sjúkdómnum.

Þessi styrkur kemur á frábærum tíma þegar AHC samtökin í samstarfi við vísindamenn frá Aarhus, Leiden og Göttingen háskólana standa fyrir málþingi um genið sem veldur Alternating Hemiplegia of Childhood og 4 öðrum sjaldgæfum sjúkdómum.

Málþingið sem ber heitið ATP1A3 Symposium in Disease mun fara fram á Grand Hótel Reykjavík dagana 3-4 október næstkomandi og mun forseti Íslands setja þingið.