AHC samtökin ásamt vísindamönnum frá háskólunum í Aarhus, Leiden og Göttingen standa fyrir málþingi um genið ATP1A3 á Grand Hótel 3-4 október næstkomandi
Þetta er 8 málþingið um eitt mikilvægasta genið, ATP1A3, en það stjórnar orkunni til heilans og getur heilinn og taugakerfið ekki starfað eðlilega ef genið er gallað.
Genið hefur verið tengt við nokkra sjaldgæfa taugasjúkdóma og einn af þeim er Alternating hemiplegia of Childhood.
Genið stjórnar pumpu sem er til staðar í öllum frumum líkamans, þessi pumpa kallast sodium/potassium pumpan.
Þessi pumpa notar mikla orku og ef hún virkar ekki rétt þá hefur það áhrif á heilastarfsemina.
Það kemur því ekki á óvart að einstaklingur sem hefur stökkbreytingu í þessu mikilvæga geni hefur mjög raskaða taugastarfsemi sem kemur fram í ýmsum einkennum eins og lömunarköstum, vöðvakrampaköstum, flogaköstum, erfiðleikar með gang og fínhreyfingar, þroskaskerðing, nystagmus, einhverfa, athyglisbrestur, þráhyggja ofl.
Það er oft sagt að AHC sé móðir allra taugasjúkdóma því sjúkdómurinn hefur öll einkenni allra annara taugasjúkdóma
Á málþingið sem stendur í 2 daga koma sérfræðingar frá stærstu háskólum Bandaríkjanna eins og Harvard, Columbia, Duke og Vanderbilt auk sérfræðinga frá Evrópu, Japan, Nýja Sjálandi og Íslandi.
Þá koma einnig foreldrar barna með AHC og einstaklingar greindir með AHC, bæði börn og fullorðnir á málþingið
Markmið málþingsins er að deila niðurstöðum núverandi rannsókna, finna samstarfsaðila og leita nýrra tækifæra til þess að leysa ráðgátuna um ATP1A3 svo hægt sé að finna nýjar meðferðir sem gagnast öllum taugasjúkdómum.
Þeir sem vilja fræðast um sjúkdóminn er bent á heimildarmyndina Human Timebombs eða heimasíðuna www.ahc.is