Skilaboð til hlaupara

AHC Samtökin vilja byrja á því að þakka öllum hlaupurum innilega fyrir að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa fyrir hönd Sunnu Valdísar og AHC samtakanna.
Við viljum benda ykkur á að setja LIKE við Facebook síðu samtakanna þar sem við munum setja inn tilkynningar fyrir laugardaginn.

Við viljum benda á að allir geta fengið bol og buff merkt AHC en það þarf að sækja í Súlunes 20, Garðabæ, fyrir laugardaginn.
Best er að hringja á undan í 8989097 til þess að fara ekki fýluferð.

Góða skemmtun á laugardaginn á skemmtilegasta degi ársins 🙂

Kveðja
Stjórn AHC Samtakanna