Samkvæmt reglugerð um hjálpartæki þá er skýrt að Sjúkratryggingar eigi að sjá fötluðum fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og við viljum meina að hjól séu einmitt það. Aftur á móti hafa sjúkratryggingar ítrekað neitað fötluðum börnum um hjól og ástæðurnar eru ýmsar og ógagnsæjar.
Erfitt er að finna reglur hjá Sjúkratryggingum um skilyrði þess að fá hjól til afnota.
Viðtal var tekið við Sigurð pabba Sunnu Valdísar fyrir fréttatíma Stöðvar 2
https://www.visir.is/g/2019190429388/letti-lif-fjolskyldunnar-ad-fa-hjol-til-afnota
Að fara út að hjóla hefur breytt umönnun Sunnu Valdísar. Hún nærist betur, getur tekið þátt í samfélaginu, hefur til dæmis farið tvisvar í Reykjavíkurmaraþonið og hún þroskast hraðar.