Ólafur Darri hlýtur viðurkenningu

Ólafur Darri Ólafsson hlaut í gær viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest fyrir góðgerðarfélag sem einstaklingur í Reykjavíkurmaraþoninu.

Ólafur Darri safnaði 1.372.624 kr fyrir Sunnu Valdísi og AHC Samtökin á Íslandi

 

Uppskeruhátíð Hlaupastyrks var haldin hátíðleg í gær og viðurkenningar veittar fyrir þá sem sköruðu fram úr.

Það var Lovísa Ósk sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Darra en hann er upptekinn við tökur í USA.

AHC Samtökin þakka verndara sínum Ólafi Darra fyrir óþreytandi stuðning gegnum árin og hlökkum til að halda samstarfinu áfram um ókomin ár.