Góðvild hefur störf

Góðvild, Styrktarsjóður Langveikra Barna styður við Leiðarljós sem er stuðningsmiðstöð barna með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma. Á heimilum þessara barna eru oft rekin lítil hátæknisjúkrahús svo börnin geti búið hjá foreldrum sínum og því hvílir mikið álag á fjölskyldunum.


Fáir geta sinnt börnunum nema sérþjálfað fólk og kemur það oftast í hlut foreldra, sem fljótt þurfa að verða sérfræðingar í veikindum sinna barna.
Í langflestum tilfellum verða foreldrar þessara barna að draga mikið úr vinnu eða hætta henni alveg.
Starfsfólk Leiðarljóss veitir nauðsynlegan stuðning sem skiptir sköpum fyrir fjölskyldur sem eru undir gríðarlegu álagi.

Um 75 fjölskyldur allra veikustu barnanna hér á landi nýta sér þjónustu Leiðarljóss í dag.
Hjá félaginu starfa reynslumiklir barnahjúkrunarfræðingar, auk sálfræðings sem styður við bakið á foreldrum barnanna.
Auk þessa vinnur Leiðarljós náið með Heimahjúkrun barna.

Með þinni hjálp getur Leiðarljós stutt við fleiri fjölskyldur langveikra barna og létt þeim lífið.
Góðvild treystir alfarið á frjáls framlög og því skiptir stuðningur þinn máli.

Góðvild – Styrktarsjóður Langveikra Barna
www.leidarljos.is
#godvild #langveikborn