Húsaskjól og AHC samtökin hefja samstarf

Þann 15 nóvember síðastliðinn undirrituðu Húsaskjól fasteignasala og AHC Samtökin samstarfssamning. Húsaskjól mun styrkja AHC samtökin fyrir hvern kaupsamning sem er undirritaður.

Sigurður Hólmar og Ásdís Ósk
Sigurður Hólmar og Ásdís Ósk

Húsaskjól fasteignasala er leiðandi fyrirtæki í fasteignaviðskiptum á Íslandi og eru starfsmenn Húsaskjóls sífellt að auka við þjónustuna til góða fyrir viðskiptavininn. Heimasíða Húsaskjóls

AHC Samtökin hafa síðan 2009 stutt við rannsóknir og aukið á vitund almennings og sérfræðinga á sjaldgæfa taugasjúkdómnum Alternating Hemiplegia of Childhood.

Aðeins eitt barn er greint með AHC á Íslandi og því eru AHC samtökin í miklu samstarfi með erlendum systurfélögum. AHC samtökin hafa meðal annars framleitt heimildarmyndina Human Timebombs sem er eina heimildarmyndin sem fjallar um þennan erfiða sjúkdóm. Myndina er hægt að sjá á heimasíðunni www.humantimebombs.com