Þann 15 nóvember síðastliðinn undirrituðu Húsaskjól fasteignasala og AHC Samtökin samstarfssamning. Húsaskjól mun styrkja AHC samtökin fyrir hvern kaupsamning sem er undirritaður.
Húsaskjól fasteignasala er leiðandi fyrirtæki í fasteignaviðskiptum á Íslandi og eru starfsmenn Húsaskjóls sífellt að auka við þjónustuna til góða fyrir viðskiptavininn. Heimasíða Húsaskjóls
AHC Samtökin hafa síðan 2009 stutt við rannsóknir og aukið á vitund almennings og sérfræðinga á sjaldgæfa taugasjúkdómnum Alternating Hemiplegia of Childhood.
Aðeins eitt barn er greint með AHC á Íslandi og því eru AHC samtökin í miklu samstarfi með erlendum systurfélögum. AHC samtökin hafa meðal annars framleitt heimildarmyndina Human Timebombs sem er eina heimildarmyndin sem fjallar um þennan erfiða sjúkdóm. Myndina er hægt að sjá á heimasíðunni www.humantimebombs.com