AHC samtökin óska eftir styrk

Fyrir sjaldgæfa sjúkdóma er nauðsynlegt að hafa nákvæma sjúklingaskrá sem rannsakendur og læknar geta dregið upplýsingar úr þegar verið er að vinna að rannsóknum.


AHC samtökin á Íslandi vilja styðja við alþjóðlega rannsóknarhópinn IAHCRC sem er búinn að undirbúa gerð sjúklingarskrár en vantar fjármagn til þess að klára verkefnið
Verkefnið þarf 20.000 Evrur eða um 2.3m isk og óskum við hér með eftir stuðningsaðila/aðilum sem væru tilbúnir að hjálpa til við að láta þetta mikilvæga verkefni verða að veruleika.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband í síma 8989097 eða sendi email á ahc@ahc.is