Jólamarkaður Flataskóla var haldinn í morgun á munum nemendum sem þeir höfðu búið til á jólaþemadögunum 7. og 8. desember s.l. Allmargir lögðu leið sína til okkar í morgun til að hjálpa okkur að styrkja gott málefni.
Nemendur í sjöunda bekk sáu um alla afgreiðslu og auk þess var boðið upp á kaffi og smákökur. Upphæðin sem safnaðist var tæplega 350 þúsund krónur og fer hún að þessu sinni til styrktar AHC samtökunum á Íslandi. AHC er flókinn taugasjúkdómur, frekar sjaldgæfur en ein stúlka hefur greinst með hann á Íslandi.
Tilgangur samtakanna hér á landi er að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn AHC (Alternating Hemiplegia of Childhood) og styrkja rannsóknir á honum.