AHC samtökin á Íslandi hafa unnið í því eftir gerð heimildarmyndarinnar Human Timebombs að setja upp myndbandasíðu þar sem hægt er að finna ógrynni af upplýsingum um AHC og tengda sjúkdóma í formi myndbanda.
www.ahcim.com
Hægt er að ýta á leitarorð til þess að finna það sem þú sækist eftir eða kíkja í þann flokk sem þú hefur helst áhuga á að skoða.
Myndböndin eru í nokkrum flokkum:
Myndbönd frá AHC samtökum
Heimildarmyndir
Heima myndbönd
Viðtöl
Fréttir
Kynningar
Við höfum nýlega bætt við 13 viðtölum sem við tókum á vísindaráðstefnu í London í ágúst þar sem foreldrar og vísindamenn segja okkur hvernig staðan er á rannsóknum í dag og hvernig við ætlum að vinna í nánustu framtíð til að komast nær því að finna lækningu við AHC
Þessi síða mun nýtast einstaklega vel fyrir foreldra, lækna og rannsakendur bæði núna og í framtíðinni.
Við munum halda áfram að bæta við myndböndum á síðuna og taka viðtöl við þá sem koma að AHC og skyldum sjúkdómum.
AHC samtökin óska eftir styrkjum til þess að halda þessu verkefni gangandi
frekari upplýsingar á ahc@ahc.is