Tónleikar til styrktar AHC samtökunum

Miðvikudagskvöldið 14. september næstkomandi mun tónleikaröðin „Frjáls eins og fuglinn“ hefja veturinn með tónleikum Arnhildar Valgarðsdóttur píanóleikara og Særúnar Harðardóttur sópran.
Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og standa í 50 mínútur.

screen-shot-2016-09-11-at-23-37-42

Þær stöllur verða sannarlega frjálsar eins og fuglinn í lagavali þar sem þær feta frá klassík yfir í dægurlög. Þær þræða sig í gegnum perlur eftir Emil Thoroddsen, Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson, Friðrik Jónsson og Megas og koma við í söngleikjunum Mary Poppins og My fair lady svo eitthvað sé nefnt.

Aðgangseyrir er 2.500kr en 1.500kr fyrir öryrkja og eldri borgara.
Ágóði tónleikana rennur til Sunnu Valdísar og AHC samtakana

Enginn posi er við inngang.

Kaffi og konfekt verður í lok tónleika