Allt er gott sem endar vel.
Fríða og Dýrið sættust eftir 10km og urðu bestu vinir 3>
Köttur úti í mýri úti er ævintýri.
AHC samtökin þakka innilega öllum þeim sem hlupu fyrir okkur þetta árið sem voru hvorki fleiri næ færri en 52 hlauparar.
Við þökkum ekki síst þeim sem hétu á hlauparana okkar og styrktu þannig baráttuna til að finna lækningu við flóknast taugasjúkdómi í heimi.
Yndislegur dagur að baki og nú er bara að sjá hvað gerist á næsta ári….