Valdimar og Bjarki hlaupa til góðs

Ung­ir bræður hjálpa öðrum börn­um

bjarki og valdimar

Bræðurn­ir Bjarki og Valdi­mar Sæ­munds­syn­ir ætla að hlaupa tíu kíló­metra í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu í ár. Valdi­mar sem er 16 ára hleyp­ur fyr­ir Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna en Bjarki, sem er 10 ára, ætl­ar hins veg­ar að hlaupa til styrkt­ar AHC sam­tak­anna.

Veit að þetta er erfitt

Bjarki hefur verið duglegur að æfa sig fyrir hlaupið.
Bjarki hef­ur verið dug­leg­ur að æfa sig fyr­ir hlaupið.Ljós­mynd/aðsend

AHC sam­tök­in vinna að fræðslu og styrkja grunn­rann­sókn­ir á AHC sjúk­dómn­um en aðeins hef­ur einn ein­stak­ling­ur greinst með sjúk­dóm­inn á Íslandi. „Ég þekki hana smá og ég veit að þetta er erfitt og hún er eina sem er með þetta hérna á Íslandi,“ seg­ir Bjarki í sam­tali við mbl.is, en það er hún Sunna Val­dís jafn­aldra hans sem ein Íslend­inga hef­ur greinst með sjúk­dóm­inn.

Bjarki ætlaði að taka þátt í hlaup­inu í fyrra en var þá of seinn að skrá sig. Hann tók þá strax ákvörðun um að taka þátt í hlaup­inu að ári og láta sitt ekki eft­ir liggja. „Það verður ör­ugg­lega bara gam­an,“ seg­ir Bjarki en hann var ansi svekkt­ur að geta ekki tekið þátt í fyrra. „Ég tók sex og hálf­an kíló­meter fyrst og það var ekk­ert mál,“ seg­ir Bjarki um hvernig geng­ur að und­ir­búa sig fyr­ir hlaupið.

Valdi­mar hleyp­ur fyr­ir Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna en sjálf­ur greind­ist hann með krabba­mein fyr­ir ári síðan. Hann náði þó fljótt bata og vill nú leggja sitt af mörk­um við að hjálpa öðrum börn­um og ung­ling­um sem lenda í sömu lífs­reynslu.

Valdimar hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Valdi­mar hleyp­ur fyr­ir Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna. Ljós­mynd/aðsend

Þeir bræður ætla að fara sam­ferða af stað en Bjarki kveðst þó ekki ör­ugg­ur um að bróðir sinn verði sam­ferða sér all­an tím­ann. „Hann sagði að hann ætlaði kannski að taka fram úr,“ út­skýr­ir Bjarki, sem er þó ákaf­lega spennt­ur fyr­ir hlaup­inu.

Stolt­ir for­eldr­ar

„Þetta er bara ynd­is­legt, gam­an að hann skuli ætla að tækla þetta,“ seg­ir Sæmund­ur Valdi­mars­son, faðir drengj­anna, stolt­ur af fram­tak­inu. „Það er langt síðan hann ákvað þetta, al­veg ár síðan, þá talaði hann um að vilja þetta. Maður var ekk­ert að letja hann en bjóst kannski ekki við að þetta yrði að veru­leika,“ seg­ir Sæmund­ur.

Ester Rós Gúst­avs­dótt­ir, móðir drengj­anna tek­ur í sama streng. „Ég er nátt­úr­lega bara al­veg rosa­lega stolt,“ seg­ir Ester. „Hann hef­ur aldrei tekið þátt í svona hlaupi en hann er bú­inn að æfa sig, þetta verður ekk­ert mál fyr­ir hann.“

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka fer fram 20. ág­úst næst­kom­andi. Hægt er að heita á bræðurna í gegn­um heimasíðu Hlaupa­styrks, Bjarka hér og Valdi­mar hér.