Í gær var það tilkynnt að Human Timebombs hafi unnið tvenn verðlaun á Neuro Film Festival í Vancouver, Kanada.
Verðlaunin voru Besta mynd keppninar og Vinsælasta myndin að mati áhorfanda.
Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir Human Timebombs og einnig viðurkenning á þeirri miklu vinnu sem fór í að gera myndina.
Ágústa Fanney nær að sameina staðreyndir og tilfinningar þannig að á sama tíma og áhorfandinn fræðist um AHC og sjaldgæfa sjúkdóma þá hrífst hann einnig með í tilfinningalegum rússíbana fjölskyldnanna sem lifa með þessum hrikalega sjúkdómi á hverjum degi.
Ágústa Fanney Snorradóttir, kvikmyndagerðarkona hefur auk þessa fengið verðlaun fyrir Human Timebombs á Accolade Global Film Competition í flokknum „Woman Filmmakers“
Allt í allt hefur myndin unnið til þriggja verðlauna hingað til
Myndina er enn hægt að sjá í Sarpi RUV eða til 19. Júlí.