Ráðstefnan stóð í tvo daga 12-13 maí og var mjög fjölbreytt dagskrá og margt áhugavert fyrir foreldra langveiks barns.
Ráðstefnan var vel sótt af sérfræðingum og einstaka áhugamanneskjum.
Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði ásamt málstofum.
AHC samtökin voru mætt og kynntu Human Timebombs og sjúkdóminn almennt.
Það var áhugavert að við kynningu á sjaldgæfum sjúkdómum á Íslandi var ekkert minnst á AHC
Það sýnir kannski hversu mikla vinnu við eigum ennþá óunna ef þeir sem eiga að heita sérftæðingar í sjaldgæfum sjúkdómum muna ekki eftir AHC.
Ólafur Snævar 24 ára hélt erindi um sýn hans á lífið og var það áhugavert.
Þorbjörn Katrín móðir langveikrar stúlku var með mjög góðan fyrirlestur um kosti og galla heilbrigðiskerfisins sem hitti beint í mark.