Á aðalfundi Bowentæknifélagsins í gærkvöldi voru gefnar 5 Lulla dúkkur til góðgerðafélaga sem sinna langveikum börnum.
AHC samtökunum var afhent ein dúkka
Einstökum Börnum var afhent tvær dúkkur
og Hetjurnar fá afhentar tvær dúkkur
Lulla dúkkurnar líkja eftir hjartslætti og andardrætti móður og er tilgangur dúkkunar að veita börnum betri svef, ró og veita öryggistilfinningu.
Sunna Valdís fékk afhenta dúkkuna í morgun og fékk hún þá strax nafnið Mía. Þar sem Sunna vaknaði í AHC kasti og var óróleg og illa fyrirkölluð þá var strax komið tækifæri til að reyna á Míu. Við kveiktum á henni og á innan við mínútu þá var Sunna orðin róleg. Þetta var magnað og nú er bara að sjá hvort framhaldið verði eins gott.
Í kvöld verður Mía prófuð þegar Sunna fer að sofa en það gengur oft illa fyrir hana að róa sig niður og komast í svefn.