Arnar, Kristín, Þórður og Emil styrkja AHC Samtökin

Fjölskyldan Arnar, Kristín, Þórður og Emil mættu í Bómullarhnoðra 18 færandi hendi en þau höfðu verið að selja fatnað til styrktar Sunnu Valdísi og AHC Samtökunum.

IMG_3534
Fjölskyldan frábæra ásamt Sunnu Valdísi

 

Þessi söfnun þeirra er búin að vera tímafrek en þess virði sögðu þau. „Það er gott að gefa“ sagði Kristín. Þau leggja áherslu á það að drengirnir Þórður og Emil læri það að ekki eru allir eins og að stundum er nauðsynlegt og gott að rétta hjálpahönd.

Fjölskyldan er að leggja í ævintýri en þau ætla að flytja úr Hafnafirðinum alla leið til Muscat í Oman.

Sunna Valdis og AHC samtökin þakka innilega þennan rausnarlega styrk og óskar fjölskyldunni alls hins besta í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur.