Rjóður er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn. Þangað koma börn á aldrinum 0-18 ára. Í Rjóðrið koma langveik börn, sum einnig fötluð eða hreyfihömluð og sum með þroskaskerðingu. Mörg börnin þurfa flókna hjúkrun og flestum fylgir mikið af hjálpartækjum.
Sum börn koma fyrst aðeins nokkurra mánaða gömul. Þetta eru börn sem greinast strax með mjög erfiða sjúkdóma sem þróast hratt og þurfa flókna og stöðuga umönnun. Önnur börn byrja að koma þegar þau eru eldri. Skjólstæðingar Rjóðurs eru einnig börn sem legið hafa á Barnaspítala Hringsins vegna alvarlegra slysa og sjúkdóma og þurfa endurhæfingu og þjálfun áður en þau geta farið heim.
Flest börn dvelja eina viku í mánuði í Rjóðri en sum koma eina helgi í mánuði. Börn sem eiga um langan veg að fara koma sjaldnar og eru þá jafnan lengur í einu.
Á hverjum tíma dvelja 7-8 börn í Rjóðri í einu.
Deildarstjóri: Guðrún Ragnars