Fyrir hönd AHC samtakana viljum við þakka ykkur kærlega fyrir að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og safna á Hlaupastyrk fyrir samtökin.
Þar sem við erum í beinu samband við rannsakendur þá munu þeir fjármunir sem safnast fara beint í rannsóknir eða í atburði sem munu flýta fyrir að finna varanlega lausn fyrir þær 800 kempur sem greinst hafa með þennan hræðilega sjúkdóm sem AHC er. Þess vegna hvetjum við ykkur til að vera dugleg að safna á Hlaupastyrk.
Við hvetjum ykkur líka til að skrá ykkur í hlaupahópinn Hlaupum fyrir Sunnu en til þess að skrá sig þar þá skráir þú þig inn á Hlaupastyrk, ferð í stillingar og þar neðst á síðunni er hægt að velja hópinn.
Allir sem hlaupa fyrir samtökin í ár fá bol og derhúfu merkta samtökunum en þar sem við þekkjum ekki alla hlaupara þá biðjum við ykkur að vera í sambandi við okkur í síma 6974550 eða á ahc@ahc.is
Það hefur myndast sú hefð að fyrir 10km hlaupið þá hittumst við fyrir utan MR við efri tröppurnar ca 15 min fyrir hlaup og tökum myndir af hópnum. Og svo hittumst við á sama stað eftir hlaup en þá eru 21km hlauparar líka flestir komnir í mark.
Aðalatriðið samt er að hafa gaman að þessum stórkostlega degi;)
SJ og RH