Dagana 19-27 júlí ætlar sex manna sundsveit úr Sundfélaginu Ægi að synda boðsund yfir Ermarsundið til styrktar AHC samtökunum á Íslandi.
YFIRLIÐIÐ á fyrsta sundrétt á tímabilinu 19. – 27. júlí 2014, sem þýðir að um leið og veður leyfir og skipstjórinn gefur grænt ljós, verður synt af
stað. Ætlunin er að synda fram og til baka, en engin íslensk boðsundssveit hefur náð því markmiði. Þetta ævintýri er dýrt og þvíköllum við eftir stuðningi. Til þess að leggja okkur og AHC samtökunum lið er hægt að leggja inn á reikning: 0303-26-7207 Kt. 030772-5719 yfirlidid@gmail.com
AHC er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem einkennist af endurteknum, tímabundnum lömunarköstum, sem yfirleitt ná til annarrar líkamshliðarinnar í einu. Köstin hafa einnig áhrif á minnið en algengt er að eftir köstin gleymi barnið því sem það hefur áður lært og hefur það mikil áhrif á þroska þess.