Hrefna hleypur 50km til styrktar AHC samtökunum

Hrefna

Hrefna Björk Pedersen byrjaði að hlaupa fyrir um 10 mánuðum síðan.  Þá var hún ekki búin að stunda íþróttir síðan hún var táningur en þá æfði hún handbolta og frjálsar.  Áður en hún byrjaði á hlaupunum var hún búin að taka mataræðið í gegn og á þessu eina og hálfa ári þá hefur hún misst 42 kiló og líður mun betur á líkama og sál.

Hrefna verður 50 ára þann 31. mars og í tilefni af því ætlar hún að hlaupa 50km á 4 dögum eða 12.5km á dag.  Fyrsta hlaupið verður þann 28. mars og byrjar hlaupið frá ÍR heimilinu við Skógarsel kl 17:30

Hrefna vill hlaupa til styrktar AHC samtökunum en hún er þroskaþjálfari að mennt og vinnur sem kennari í Klettaskóla með Sunnu Valdísi sem er eina AHC  hetjan á Íslandi.

Hrefna og Sunna
Hrefna og Sunna

Hrefna býður öllum sem vilja hlaupa með velkomna og óskar þess að sem flestir styðji við framtakið með því að leggja inn á AHC samtökin á Íslandi.

Reikningsnúmer AHC samtakana er 0319-13-300200 kt 5905091590

HÉRNA er hlekkur á Facebook atburð Hrefnu.