Uppskeruhátíð Hlaupastyrks 2013

DSC_0060
Hópurinn sem fékk viðurkenningar

Í dag var haldin uppskeruhátíð Hlaupastyrks og var hátíðin haldin í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand. Mikið af góðu fólki var saman komið til að fagna. Heildarupphæð söfnunar í Hlaupastyrk jókst um 58% frá 2012 og var upphæðin í ár 72.550.000.
Sá aðili sem safnaði mestu var Jón Gunnar Geirdal og safnaði hann fyrir Rjóðrið, hvíldarinnlögn langveikra barna. Í öðru sæti var Ólafur Darri Ólafsson sem safnaði fyrir AHC Samtökin og í þriðja sæti var Valdís Birta Arnarsdóttir sem safnaði fyrir systur sína Þórdísi sem er greind með taugahrörnunarsjúkdóminn CMT4A.
Einnig varð boðhlaupsliðið Hlaupasamtök Þórdísar í fyrsta sæti yfir boðhlaupslið.

DSC_0042
Jóhann Pétur

Hátíðin var skemmtileg og sagði Jóhann Pétur frá reynslu sinni í hans fyrsta hálfmaraþoni og það er óhætt að segja að hann hafi átt salinn sem sprakk úr hlátri reglulega enda er Jóhann Pétur einn fyndnasti maður á landinu.

DSC_0069
Maraþonmaðurinn og Ragnheiður Erla

Ólafur Darri komst ekki til að taka við viðurkenningunni en í hans stað kom Ragnheiður Erla Hjaltadóttir frá AHC samtökunum

DSC_0065
Jóhann Pétur og Jón Gunnar Geirdal
DSC_0008
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka