í dag kl 1130 mun Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Klettaskóla ásamt Sunnu Valdísi Sigurðardóttir vígja lund í Öskjuhlíðinni sem mun heita Sunnulundur í höfuðið á Sunnu Valdísi.
Sunna Valdís er 7 ára nemandi í Klettaskóla sem greind er með afar sjaldgæfan taugasjúkdóm Alternating Hemiplegia of Childhood.
Nemendur í 1-4 bekk Klettaskóla munu gera sér glaðan dag og grilla í hádeginu í boði AHC samtakana og vonandi njóta góðs veðurs í náttúrunni.
Harmonikuleikari verður á staðnum til að skreyta með tónlist.
Skiltin við lundin voru skorin út af Björgvini Hólm Jóhannessyni sem er frændi Sunnu Valdísar
Sunnulundur er grenndarskógur Klettskóla þar sem börnin geta fræðst um náttúruna