Persónuleg aðstoðarmanneskja óskast

Ég heiti Sunna Valdís og er 7 ára gömul. Ég þarf aðstoðarmanneskju með mér allan sólarhringinn, persónulega aðstoðarmanneskju sem vinnur við að aðstoða mig og fjölskyldu mína við flestar athafnir daglegs lífs.
Ég er skemmtileg, glaðlynd og ákveðinn stelpa og hef gaman af lífinu. Ég hef gaman af útiveru, tónlist og ýmiskonar föndri eins og flestum 7 ára gömlum stúlkum.
Eftirfarandi störf eru í boði:
Okkur vantar starfsfólk í vaktavinnu (dag, kvöld- og næturvaktir).
Nauðsynlegt er að starfsfólkið tali góða íslensku, sé stundvíst, sveigjanlegt, jákvætt, barngott og í þokkalegu líkamlegu formi því ég get lamast og fengið krampa án fyrirvara.
Aðstoðarfólk þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið sendist á pabba minn á netfangið siggijo@gmail.com og rennur umsóknarfrestur út 30. júní 2013.

Sunna Valdís