Fyrsti alþjóðlegi AHC dagurinn 18. Janúar 2013

Í dag er haldin í fyrsta sinn alþjóðlegi AHC dagurinn. Þessi dagur var valinn af AHC samfélaginu vegna þess að í dag er nákvæmlega 1 ár frá því að vísindamenn í Duke háskólanum í Norður Karólínu fundu genið sem veldur AHC. Þennan dag höldum við upp á þessa uppgötvun og einnig horfum við fram veginn og höldum áfram að berjast saman að okkar sameiginlega markmiði að finna lækningu við AHC.

Í dag kynnum við einnig alþjóðlega AHC bandalagið og nýja vefsíðu okkar www.ahcia.org  Þessi síða mun nýtast sem gátt að AHC samfélaginu.

www.ahcia.org

Til hamingju með alþjóðlega AHC daginn
SJ