Svölumarkaðurinn laugardaginn 17. nóvember 2012

Svölumarkaðurinn var mjög vel heppnaður, það var stöðugur straumur af góðviljuðu fólki sem mætti til að styrkja gott málefni frá kl 10 um morguninn til kl 19 um kvöldið.
Svölurnar stóðu vaktina á Reykjavik Natura frá mánudeginum 12. til kvöldsins 17. þær tóku við fötum, leikföngum, bókum, barnastólum ofl., hreinsuðu, straujuðu, flokkuðu og verðmerktu.

Daginn fyrir markaðinn, allt að verða klárt

Formaður Svalanna, Greta Önundardóttir, stjórnaði aðgerðum og skipulagði allt saman með hjálp annarra Svala. Greta fór í 4 útvarpsviðtöl, amk 3 blaðaviðtöl og netmiðlaviðtöl þessa vikuna til að auglýsa markaðinn og það góða starf sem Svölunar vinna. Hérna má sjá viðtal sem tekið var við Ragnheiði Erlu móðir Sunnu Valdísar og Gretu í Ísland í dag.

Greta með Sunnu

Svölurnar kynntu einnig annað verkefni sem þær eru að styðja en það er flogahundur, hundur sem mun hjálpa ungri dömu sem er með Dravet Syndrome en hún er sú eina á Íslandi sem þjáist af þessum sjúkdómi.  Hundurinn mun aðstoða hana en einnig finna á sér þegar flogakast er í vændum og láta þá foreldrana vita af því.

Kynning á Dravet

Sunna Valdís var einnig með sýningu á málverkum sínum á veggjum salarins.

Hluti af verkum Sunnu

Boðið var uppá Heilsusafa frá Ölgerðinni og sleikjó frá Góu fyrir börnin.

Viktor Snær sá um að útdeila safa og sleikjó

Bíósýning var allan daginn auk þess sem Einar Mikael töframaður mætti og töfraði börnin upp út skónum.

Einar Mikael í miðjunni

Hafdís Huld söngkona ásamt Alistair eiginmanni sínum og flutti nokkur barnalög af nýja disknum þeirra.  Hún heillaði áhorfendur með fallegum söngnum.

Hafdís Huld

Flugfreyjukórinn kom tvisvar sinnum og sungu undurfallega vel valin lög en á milli þess sem þær voru á Svölumarkaðinum sungu þær á Barnaspítalanum.

Flugfreyjukórinn

Þeir sem gáfu efni eða vinnu til að markaðurinn yrði að veruleika voru:
Svölurnar, Reykjavik Natura, Saga Club, Hafdís Huld, Flugfreyjukórinn, Einar Mikael, Góa, Ölgerðin, Byko, Hreinir Garðar,
Kunnum við ofnatöldum miklar þakkir fyrir