Reykjavíkurmaraþonið og áheitasöfnunin á Hlaupastyrk hefur verið helsta fjáröflunarleið AHC samtakana síðustu ár. Í ár voru 51 hlauparar sem hlupu fyrir AHC samtökin og söfnuðu áheitum. Áheitasöfnuninin fór fram úr okkar björtustu vonum en alls söfnuðu okkar hlauparar 2.281.543 kr.
Sá hlaupari sem stóð upp úr í söfnun áheita var Viktor Snær Sigurðsson (12 ára) sem safnaði hvorki meira né minna en 1.618.500 kr og var einnig sá sem safnaði mest af öllum þeim hlaupurum sem skráðu sig á Hlaupastyrk. Viktor Snær er bróðir Sunnu Valdísar (6 ára) sem er eini einstaklingurinn sem þjáist af Alternating Hemiplegia of Childhood á Íslandi.
Það voru 13.410 hlaupara sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár og af þeim skráðu sig um 3000 hlauparar á Hlaupastyrk.
Dagurinn var frábær í alla staði, veðrið lék við hlaupara og áhorfendur.
Svölurnar sáu um kynningarbás fyrir AHC samtökin á skráningarhátíðinni sem var daginn fyrir hlaupið og einnig voru Svölurnar með mjög öflugan stuðningshóp sem hvatti hlaupara áfram á Eiðsgranda. Það var frábær stemning hjá hópnum sem naut sín í góða veðrinu á þessum fallega útsýnisstað á Nesinu.
AHC samtökin þakka kærlega öllum hlaupurunum okkar og einnig þökkum við öllum sem hétu á okkar hlaupara innilega fyrir stuðninginn. Áheitin fóru langt fram úr okkar björtustu vonum og erum við í skýjunum yfir þessum ótrúlega styrk sem við fáum í gegnum ykkar samhug.
Sérstakar þakkir fá Svölurnar fyrir þeirra þátt í að gera daginn ógleymanlegan auk þess sem Svölurnar hétu 500.000 kr á Viktor Snæ.
Margir hétu háum upphæðum á hlauparana okkar, þeir sem gáfu 10.000kr og meira voru:
Félag Íslenskra Flugumferðarstjóra, Gunnhildur Kristinsdóttir, Bjarni Sigurður Jóhannesson, Ragnar Kristinsson, Birkir Kristinsson, Vilborg Björgvinsdóttir, Rafhjól Ehf, Gunnar Gunnarsson, Björn Jakob, Kristján Þór Sigurðsson, Valdís Fjölnisdóttir, Páll Már Pálsson, Sigurjón Jónasson, Árni Guðbrandsson og fjölskylda, Þórður Pálsson, Einar Hilmarsson og Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir, Dóra Valdís Gunnarsdóttir, Seglagerðin Ægir, Helga Dögg Wiium, Hildur Albertsdóttir, Jóna Einarsdóttir og Fjölskylda, Árni Baldvin, Ólafur Darri Ólafsson, Guðjón Valur og Þóra auk margra sem völdu að vera nafnlausir. Auk þessara hétu margir af sinni góðmennsku 5000kr og smærri upphæðum sem í lokin urðu að einni risa upphæð.
10 ára stúlka Guðbjörg Hilmarsdóttir gekk í hús og safnaði fyrir Sunnu, þessa peninga hét hún svo á Viktor Snæ. Það er gaman að fá að heyra svona hjartnæmar sögur og ekki laust við að maður klökkni þegar við heyrum hvað samhugurinn er mikill og hversu margir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að hjálpa henni Sunnu okkar.
Það snertir mann djúpt að að upplifa svona sterkan samhug vina, ættingja, samstarfsfólks, fyrirtækja og ókunnugra sem vonandi sjá að hérna er hægt að styrkja málefni þar sem auðvelt er að mæla árangurinn því þegar að við höfum fundið lyf sem stoppar köstin hennar Sunnu þá höfum við sigrast á þessum erfiða sjúkdómi og öll vinnan og allir styrkirnir hafa borgað sig því öll þau börn nú þjást daglega munu lifa betra og innihaldsríkara lífi og öll þau börn sem síðar munu fæðast með stökkbreytinguna munu hagnast á okkar vinnu.
Hlauparar okkar í ár voru:
Arndís Möller, Arnór Gunnarsson, Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir, Barbara Björnsdóttir, Berta Björk Arnardóttir, Birkir Kristinsson, Birna Guðmundsdóttir, Bjarki Þór Haraldsson, Bjarki Þór Jóhannesson, Bjarney Halldórsdóttir, Björn Jakob Björnsson, Davíð Stefán Guðmundsson, Emilía Sara Ólafsdóttir Kaaber, Eymundur Björnsson, Finnbogu Hilmarsson, Fríða Sigurðardóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðný Unnur Jökulsdóttir, Guðrún Sigurlaug Richter, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Þór Möller, Gunnhildur Jónsdóttir, Hafdís Guðrún Hilmardóttir, Heimir Aðalsteinsson, Heimir Örn Hólmarsson, Helga María Guðmundskdóttir, Helga Rut Eysteinsdóttir, Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, Íris Eiríksdóttir, Jóhannes Bjarki Bjarkason, Jón Skúli Guðmundsson, Karl Björgvin Brynjólfsson, Katrín Edda Möller, Kristófer Jóel Jóhannesson, Kristófer Karlsson, Laufey Rúnarsdóttir, Lára Guðrún Jónsdóttir, Magnús Þór Arnarson, Margrét Cela, Pétur Örn Gunnarsson, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir, Rósa Jónsdóttir, Sandra Rós Davíðsdóttir, Sigrún Birna Norðfjörð, Sigurður Hólmar Jóhannesson, Sóley María Davísdóttir, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Tómas Njáll Möller, Valdís Fjölnisdóttir, Viktor Snær Sigurðsson, Þórður Árnason og Ævar Rafn Björnsson
HÉRNA er hægt að sjá okkar hlaupara og hvað þeir söfnuðu
Með innilegri þakkarkveðju,
Sigurður Hólmar Jóhannesson
Formaður AHC samtakana