

Breska hljómsveitin The Vaccines styrkti AHC samtökin á Íslandi nýlega.
The Vaccines er Bresk rokkhljómsveit með íslenska bassaleikaranum Árna Hjörvar innanborðs en the Vaccines hafa verið að gera það gott á síðasta ári og voru nýlega tilnefndir til Brit tónlistarverðlaunanna í flokki „Best Breakthrough Act“.
AHC er sjaldgæfur taugasjúkdómur sem einkennist af endurteknum, tímabundnum helftarlömunarköstum, sem yfirleitt ná til annarar líkamshliðarinnar í einu, en sjaldnar til beggja líkamshliða samtímis. Köstin hafa einnig áhrif á minni en algengt er að eftir köstin gleymi barnið því sem það hafa áður lært og hefur það mikil áhrif á þroska þess.
Sjúkdómurinn er það sjaldgæfur að hann er stundum kallaður „orphan disorder“ sem mætti þýða sem hornreka röskun en með því er átt við að hætta er á að þekking á sjúkdómnum nái ekki útbreiðslu því innan við 600 tilfelli eru þekkt í heiminum.
þann 29. febrúar var hafið söfnun fyrir AHC börn til að fjármagna rannsóknir sem nú þegar eru byrjaðar og lofa góðu.
Til að sjá meira um söfnunina og styrkja ýtið HÉRNA
