Það voru 38 frábærir hlauparar sem héldu sprota AHC samtakana uppi á þessum dýrðardegi þar sem sólin skein og blankandi logn var, meira segja á nesinu sem er fágætt.
Flestir hlauparana voru í 10km hlaupinu en nokkrir fóru í 21km og ein ofurkona í 42km eða heilt maraþon.
Flestir hlaupara komu heilir í mark en einhver meiðsl voru þó hjá eldri hlaupurum sem fóru of geyst:)
Söfnunin gekk betur en í fyrra og í dag er búið að safnast yfir 1 milljón króna en söfnunin stendur ennþá yfir og lýkur á miðnætti næsta mánudags.
Fyrir hönd AHC samtakana þakka ég öllum hlaupurum og sérstaklega öllum þeim sem hétu á hlauparana innilega fyrir frábæran dag og vonandi að við getum endurtekið þetta að ári. Hérna er hlekkur á fleiri myndir Ýta hér
Sigurður Hólmar Jóhannesson
Formaður AHC samtakana