AHC samtökin á Hlaupastyrkur.is

Alternating Hemiplegia of Childhood, eða AHC, er afar sjaldgæfur taugasjúkdómur. Aðeins um 300 staðfest tilfelli eru af sjúkdómnum í heiminum. AHC samtökin standa fyrir fjáröflun til þess að stuðla að rannsóknum á þessum sjúkdómi sem fær litla athygli sökum þess hversu fáir einstaklingar eru hrjáðir honum.
AHC samtökin taka þátt í Reykjavikurmaraþoninu og eru á www.hlaupastyrkur.is
Við hvetjum þá sem geta til þess að hjálpa AHC samtökunum annað hvort með því að skrá sig á Hlaupastyrk og hlaupa fyrir samtökin eða með því að heita á þau á www.hlaupastyrkur.is
Með fyrirfram þökkum fyrir hjálpina.
Sigurður H. Jóhannesson
Formaður AHC samtakana á Íslandi.