Reykjavíkurmaraþon 20 ágúst 2011

AHC samtökin munu vera með hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu.   Allir sem hlaupa fyrir samtökin fá bol og svitaband merkt samtökunum en til þess að fá bolina þarf að senda email á sivira@internet.is með upplýsingum um hlaupara og stærð á bol. Við munum svo koma bolunum og svitaböndunum til viðkomandi.

Nú er um að gera að skrá sig í maraþonið Ýta hér og skrá sig svo á Hlaupastyrk.is Ýta hér og byrja að safna áheitum.

Við þökkum öllum fyrirfram fyrir að hlaupa fyrir AHC samtökin 🙂