ÍR strákar safna fyrir Sunnu

Knattspyrnufélagar Viktors (bróðir Sunnu) söfnuðu fé með því að vera með sjoppu í sumar á ÍR vellinum. Strákarnir stóðu sig mjög vel og á æfingu í síðustu viku afhentu þeir Viktori söfnunarféð með viðhöfn. Þetta var frábær stund þar sem rætt var um gildi þess að gera góðverk og voru strákarnir strax tilbúnir í annað verkefni.
http://www.ruv.is/frett/fe-til-styrktar-veikri-systur